Fótbolti

EM í dag: Will Grigg átti gærdaginn en Íslendingar eru aðal í París í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það er komið að ögurstundu hjá íslenska landsliðinu sem mætir Austurríki í síðasta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi í dag. Jafntefli nægir okkar mönnum til að fara áfram en Austurríkismenn verða að vinna.

EM í dag sendir í dag út frá París, nánar tiltekið fyrir utan Moulin Rouge. Íslendingar munu safnast saman á írska barnum O'Sullivans sem er beint við hliðina á hinum sögufræga stað.

Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson gera upp gærdaginn hér í París, sem var að mestu eign norður-írsku stuðningsmannanna sem sungu linnulaust um Will Grigg, og byrjuðu að hita upp fyrir daginn, sem verður vitanlega eign Íslendinga.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×