Fótbolti

EM í dag: Íslenski draumurinn rifjaður upp í Annecy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Níundi þátturinn af EM í dag er kominn á Vísi en í honum munu Kolbeinn Tumi Daðason og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt það helsta sem snertir íslenska landsliðið og EM í fótbolta.

Strákarnir eru að þessu sinni við hið fagra Annecy-vatn sem liggur við samnefndan bæ en þar á íslenska landsliðið bækistöðvar sínar á meðan EM stendur í Frakklandi.

Landsliðið kom til Annecy í gær eftir leikinn í Marseille um helgina en heldur strax á morgun til Parísar þar sem Ísland mætir Austurríki á Stade de France á miðikudag.

Í gær hittu blaðamenn þjálfaranna Lars Lagerbäck, Heimi Hallgrímsson sem og þá Eið Smára Guðjohnsen og Helga Kolviðsson, sem átti ógleymanlega innkomu í Íslenska drauminn á sínum tíma.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×