Fótbolti

EM 2016 verður síðasta stórmót Podolskis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Podolski með HM-styttuna.
Podolski með HM-styttuna. vísir/getty
Lukas Podolski, leikmaður Inter og Þýskalands, ætlar að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 í Frakklandi.

„Svona er staðan,“ sagði framherjinn. „EM verður síðasta stórmótið mitt.“

Podolski, sem verður þrítugur á árinu, vill bæta Evrópumeistaratitlinum í safnið áður en hann hættir en hann varð heimsmeistari með Þjóðverjum síðasta sumar.

Podolski hefur skorað 47 mörk í 121 leik fyrir þýska landsliðið en hann hefur spilað á sex stórmótum.

Podolski var í liði Þýskalands sem tapaði fyrir Spáni í úrslitaleik EM í Austurríki og Sviss 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×