MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ NÝJAST 16:34

Greiđa atkvćđi um vantraust gegn Corbyn á morgun

FRÉTTIR

Elvar og félagar í úrslit

 
Körfubolti
21:21 05. MARS 2016
Elvar var međ huggulega tvennu í dag.
Elvar var međ huggulega tvennu í dag. MYND/HILMAR BRAGI
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry University eru komnir í úrslit Sunshine State deildarinnar í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum.

Í dag bar Barry sigurorð af Saint Leo, 91-72, í undanúrslitunum en í úrslitaleiknum á morgun mæta Elvar og félagar annað hvort Eckerd eða Lynn.

Elvar átti fínan leik fyrir Barry í dag en Njarðvíkingurinn skoraði 12 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hann tók einnig þrjú fráköst og stal boltanum þrívegis.

Elvar hitti úr fimm af 13 skotum sínum utan af velli í leiknum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Elvar og félagar í úrslit
Fara efst