Körfubolti

Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar
Craig Pedersen tilkynnir strákunum hópinn fyrir leikinn annað kvöld.
Craig Pedersen tilkynnir strákunum hópinn fyrir leikinn annað kvöld. vísir/óój
Elvar Már Friðriksson og Ólafur Ólafsson munu hvíla í leiknum á móti Bretlandi í undankeppni EM í körfubolta á morgun en liðin mætast þá í Koparhöllinni þar sem íslenska liðið tryggir sér annað sætið með sigri.

Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins, tilkynnti þetta við lok æfingar í London í kvöld en íslenska liðið æfði þá í fyrsta sinn í keppnishöllinni.

Reynsluboltarnir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, sem saman eiga 148 landsleiki, koma inn í hópinn frá því leiknum í Bosníu á sunnudagskvöldið. Þeir flugu til móts við liðið í morgun.

Jón Arnór kemur inn fyrir Elvar Má sem er búinn að spila fjóra fyrstu leiki ársins en Helgi Már leysir af Ólaf líkt og í fyrri leiknum á móti Bretlandi í Laugardalshöllinni.

Í íslenska liðinu annað kvöld verða því Axel Kárason, Haukur Helgi Pálsson, Martin Hermannsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Hlynur Bæringsson, Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Sigurður Þorvaldsson, Ragnar Nathanielsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Logi Gunnarsson og Pavel Ermonlinskij.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×