MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 16:00

Drakk fyrsta kaffibollann 7 ára

LÍFIĐ

Elvar deildarmeistari međ Barry

 
Körfubolti
13:48 28. FEBRÚAR 2016
Elvar Már Friđriksson.
Elvar Már Friđriksson. VÍSIR

Elvar Már Friðriksson varð í nótt deildarmeistari með liði sínu, Barry University, í SSC-deildinni í Flórída eftir sigur á Eckerd, 82-69, í lokaumferð deildarkeppninnar.

Þrjú lið deildu með sér titlinum en auk Barry urðu Eckerd og Rollins meistarar en öll unnu tólf af sextán leikjum sínum gegn öðrum liðum í deildinni.

Barry verður þó hæst skrifaða liðið í úrslitakeppninni sem hefst á miðvikudag en fyrsti andstæðingur liðsins verður Florida Southern-háskólinn.

Elvar spilaði í 34 mínútur í leiknum, skoraði fimmtán stig, gaf níu stoðsendingar og tók þrjú fráköst.

Elvar afrekaði einnig að gefa flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í 2. deild háskólaboltans, eins og bent var á í umfjöllun á karfan.is.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Elvar deildarmeistari međ Barry
Fara efst