Handbolti

Elva Björg komin á kunnuglegar slóðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elva Björg og Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, handsala samninginn.
Elva Björg og Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, handsala samninginn. Heimasíða HK
Elva Björg Arnarsdóttir er genginn í raðir HK í nýjan leik. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild HK í hádegingu.

Elva, sem getur leikið sem skytta eða hornamaður hægra megin, lék með HK á árunum 2006-2012. Sumarið 2012 fluttist hún til Lundar í Svíþjóð þar sem hún lék handbolta samhliða háskólanámi í tvö ár.

Tímabilið 2012-2013 lék Elva með H65 Höör í sænsku úrvalsdeildinni, en tímabilið á eftir lék hún með KFUM Lundagard í næstefstu deild.


Tengdar fréttir

HK fær liðsstyrk

Karla- og kvennalið HK fengu liðsstyrk um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×