Lífið

Elur upp sjö börn og þúsund kindur

Amanda Owen er hörku kona.
Amanda Owen er hörku kona. mynd/afp
Amanda Owen er 39 ára bóndi og móðir. Hún rekur afskekktan sveitabæ og þar sér hún um uppihald þúsund kinda ásamt því að ala upp upp sjö börn.

Bóndabær Owen er staddur í Yorkshire dölunum í Bretlandi en bærinn er svo afskekktur að eina fólkið sem býr í öllum dalnum er hún og öll fjölskylda hennar, en þau eru níu talsins.

Á bænum býr Owen ásamt eiginmanni sínum Clive Owen og sjö börnum þeirra. Raven, 13 ára, Reuben, tíu ára, Miles, sjö ára, Edith, sjö ára, Violet, Sidney og barninu Annas.

Börnin fæddust í bílnum

Fjölskyldan býr svo langt frá öllum verslunum og þjónustu að öll börnin hennar, nema tvö, fæddust í bíl á leið á sjúkrahús þar sem það tekur um það bil tvo klukkutíma að keyra á næsta sjúkrahús.

Amanda Owen er hörku kona sem segir að þrátt fyrir alla vinnuna sem fylgir bóndastarfinu og uppeldinu þá er hún virkilega ánægð með líf sitt og hlakkar til framtíðarinnar.

Amanda Owen ásamt fjölskyldu sinni.vísir/afp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×