Erlent

Eltihrellir Gwyneth Paltrow sýknaður

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Soiu hefur angrað Paltrow síðastliðin sautján ár.
Soiu hefur angrað Paltrow síðastliðin sautján ár. vísir/getty
Kviðdómur í Los Angeles hefur sýknað Dante Soiu, 67 ára gamlan mann, af því að hafa hrellt Gwyneth Paltrow undanfarin sautján ár. Þetta er í annað skipti sem maðurinn er ákærður fyrir slík brot en í upphafi aldarinnar var hann metinn ósakhæfur og vistaður á stofnun í þrjú ár vegna málsins.

Kviðdómurinn var skipaður sex körlum og konum og hafði fundað um málið frá því í gær. Réttarhöldin sjálf hófust í upphafi mánaðarins.

Leikkonan bar vitni gegn manninum fyrr í mánuðinum þar sem hún bar við að hún óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar vegna mannsins. Maðurinn hefur meðal annars sent henni fjölda bréfa og varning en þar á meðal má nefna föt, matreiðslubækur og ýmis kynlífsleikföng.

Árið 2010 sendu Soiu henni meðal annars bréf sem í stóð; „Þú átt enga von. Núna verður þú að deyja. Þú verður að deyja svo Kristur hafi yfirburði.“ Einnig hefur hann sagt frá því að hann hafi það markmið að giftast Paltrow.

Soiu neitaði sök við réttarhöldin og hélt því fram að hann væri breyttur maður. Síðustu bréf hans til leikkonunnar væru til þess fallin að biðjast afsökunnar á háttalagi sínu síðustu ár.

Sem stendur er Paltrow einhleyp en hún og Chris Martin, söngvari Coldplay, skildu í fyrra eftir tólf ára hjónaband.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×