Fótbolti

Elsti markakóngur ítölsku deildarinnar segir bless

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luca Toni þakkar hér Emil fyrir eina af stoðsendingunum á síðasta tímabili.
Luca Toni þakkar hér Emil fyrir eina af stoðsendingunum á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Luca Toni, framherji Hellas Verona, hefur nú gefið það út að leikurinn á móti Juventus á sunnudaginn verði hans síðasti á ferlinum.

Luca Toni verður 39 ára gamall í lok maí en hann er fæddur 26. maí 1977 og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir meira en tuttugu árum síðan.

Luca Toni varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu 2006 en hann lék sinn síðasta landsleik árið 2009. Alls gerði hann 16 mörk í 47 leikjum fyrir Ítalíu.

Luca Toni lék alls fyrir átta félög í ítölsku A-deildinni og hefur samtals skorað 156 mörk í 343 leikjum í deildinni.

Luca Toni endurskrifaði söguna á síðasta tímabili þegar hann skorað 22 mörk fyrir Hellas Verona 38 ára gamall og varð elsti markakóngur ítölsku deildarinnar frá upphafi.

Luca Toni skoraði mörk af þessum mörkum eftir stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni.

Luca Toni varð markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar 2007-08 þegar hann skoraði 24 mörk fyrir Bayern München en tímabilið 2005-06 fékk hann gullskó Evrópu fyrir að skora 31 mark í 38 leikjum fyrir Fiorentina.

Luca Toni náði aldrei að vinna ítölsku A-deildina á sínum ferli en vann B-deildina  með Palermo 2004 og þýsku deildina með Bayern München 2008 og 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×