Erlent

Elsti maður í heimi 116 ára í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Við afhendinguna í dag.
Við afhendinguna í dag. Mynd/GWR
Hún var unglingur í fyrri heimsstyrjöldinni og lífshlaup hennar spannar þrjár aldir.

Susannah Mushatt Jones fagnaði í dag 116 ára afmæli sínu í faðmi fjölskyldu sinnar í New York en hún er elsti maður í heimi.

Heimsmetabók Guinness færði Jones viðurkenningarskjal í dag en hún hefur verið elsti núlifandi maðurinn síðan 17. júní síðastliðinn.

Susannah Mushatt Jones segir að galdurinn að langlífi sé mikill svefn en þá hefur hún aldrei drukkið áfengi eða reykt. „Ég umvef mig með ást og jákvæðni. Það er lykillinn að löngu lífi og hamingju,“ sagði Jones þegar hún fagnaði 106 ára afmæli sínu.

Þrátt fyrir að sjón hennar og heyrn séu farin að gefa sig er Jones ekki rúmföst og þarf einungis að taka inn tvær gerðir af lyfjum á dag. 

Þá mun Jones fagna áfanganum með tveimur afmælisveislum í dag og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×