Erlent

Elsta manneskja heims látin

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Misao Okawa var 117 ára gömul.
Misao Okawa var 117 ára gömul. VÍSIR/EPA
Elsta manneskja veraldar, hin hundrað og sautján ára Misao Okawa, lést í nótt á sjúkrahúsi í Osaka í Japan. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu konunnar segir að hún hafi farið friðsamlega á vit forfeðra sinna, einfaldlega sofnað.

Okawa fæddist þann fimmta mars árið átján hundruð níutíu og átta. Alla tíð var hún heilsuhraut en missti matarlist fyrr í vikunni.

Þessi þróun mála kom aðstandendum hennar nokkuð á óvart, enda hafði Okawa fengið sér kaffibolla og núðlur á hverjum einasta í degi í nánast heila öld.

Ekki er vitað hver tekur við titli Okawa en heimsmetaskrá Guinnes skoðar nú málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×