Golf

Els: McIlroy vinnur Masters að minnsta kosti fjórum sinnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Els í eldlínunni.
Els í eldlínunni. visir/getty
Golfgoðsögnin Ernie Els er viss um að Rory McIlroy muni vinna Masters-mótið sem hefst í næstu viku. Els er einnig viss um að McIlroy muni krækja í að minnsta kosti fjóra Masters-titla áður en yfir lýkur.

Erni Els er 45 ára gamall Suður-Afríkumaður sem hefur meðal annars unnið opna bandaríska tvisvar sinnum. Þegar Els var á svipuðum aldri og McIlroy er í dag var honum spáð velgengni á Masters, en nú tveimur áratugum síðar hefur hann ekki enn krækt í græna jakkann.

Els lenti tvisvar í öðru sæti, en hann sér ekki að það gerist hjá McIlroy: „Ég sé það ekki gerast. Hann er of góður. Hann er að spila á móti frábærum leikmönnum, en Rory hefur faktorinn."

„Það er ekkert klárt í þessum leik, en ég segi að hann vinnur þetta að minnsta kosti fjórum sinnum. Þegar hann nær þeim fyrsta verður næsti léttari. Þessi í ár verður risa stór."

Els ræddi næst um þegar hann komst nærri því að vera klæddur í græna jakkann, en sigurvegari Masters fer í jakkann.

„Ég fékk mín tækifæri, sérstaklega 2000 og 2004, en ég kláraði ekki stóru höggin. Þessi tækfiræi voru of stór þegar ég lít til baka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×