Enski boltinn

Elneny kominn til Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Mohamed Elneny er genginn til liðs við Arsenal frá FC Basel í Sviss en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti það eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Liverpool í gær.

„Hann er kominn til okkar og við skulum sjá til hvort að hann geti spilað með okkur á sunnudag,“ sagði Wenger en Arsenal mætir þá Stoke á útivelli.

Elneny er 23 ára egypskur miðjumaður sem var samherji Birkis Bjarnasonar hjá Basel, þar sem Elneny hefur verið lykilmaður undanfarin þrjú tímabil.

Koma hans eru góð tíðindi fyrir Arsenal sem situr á toppi ensku deildarinnar með 43 stig, jafn mörg og Leicester, eftir 21 umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×