Menning

Elmar í Hannesarholti

Elmar Gilbertsson
Elmar Gilbertsson
Elmar Gilbertsson tenórsöngvari kemur fram á ljóðatónleikum í Hannesarholti á morgun, en Gerrit Schuil leikur undir á píanó. Á efnisskránni eru söngvar eftir Robert Schumann við ljóð eftir Heinrich Heine. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa í rúman klukkutíma.



Tónleikar þeirra Elmars og Gerrits eru hinir fyrstu í röð sex ljóðatónleika sem haldnir verða síðdegis á sunnudögum í vetur í Hannesarholti við Grundarstíg undir yfirskriftinni „Ljóðasöngur í Hannesarholti“. Gerrit Schuil er listrænn stjórnandi allra þessara viðburða og skipuleggur þá í samstarfi við Hannesarholt.



Þeir söngvarar sem munu koma fram á tónleikum Hannesarholts í vetur eru auk Elmars Ágúst Ólafsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir og Hanna Dóra Sturludóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×