Lífið

Ellý Ár­manns dælir út lista­verkum og notar eigin líkama sem fyrir­mynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ellý finnur sig einstaklega vel í listinni.
Ellý finnur sig einstaklega vel í listinni.
Vala Matt skellti sér í heimsókn til Ellýjar Ármanns á dögunum en fjölmiðlakonan er um þessar mundir að mála og teikna myndir sem hafa verið að vekja mikla athygli. Ellý mun vera safna fyrir bankaskuld eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.

„Þetta er svo skrýtið. Þegar mér líður vel, þá kemur sólin inn og ég mála með gulum lit. Ég byrja bara að mála og set bara alla tilfinningarnar inn í þetta. Ég er síðan farin að nota kol töluvert.“

Ellý segist taka sjálfsmyndir af sér nakinni og síðan málar hún verkin á striga.

„Það er svolítið erfitt að fá aðra til að sitja fyrir og því mynda ég bara sjálfan mig.“

Söfnunin gengur vel hjá Ellý.
Ellý rifjar upp erfiða tíma í samtali við Völu Matt.

„Þetta var bara helvítis vesen. Þetta var ógeðslega erfitt og ég sá bara enga leið. Þá hugsaði ég bara með mér, hvað gæti ég gert gott. Ég hef alltaf elskað að mála og teikna og hef bara verið að gera það samhliða blaðamennskunni og þulunni í gamla daga. Ég prófaði bara að mála eina mynd, setja inn á Facebook og athuga hvort einhver vilji kaupa hana. Ég ætlaði að safna mér pening til að borga upp skuld. Myndin seldist strax og ég fékk strax viðbrögð.“

Þessi margreynda fjölmiðlakona notar Facebook og Instagram til að sýna frá verkum sínum.

„Ég er að safna fyrir skuld og hef verið að semja við bankann. Þegar ég er komin upp í ákveðna upphæð mun ég fara upp í banka með lögfræðingi mínum og reyna byrja upp á nýtt. Það voru margir að hvetja mig til að fara í gjaldþrot en mig langar að klára þetta og það gengur vel. Ég ætlaði að reyna vera búin fyrir áramót en núna er stefnan að klára þetta í sumar og fyrir haustið. Ég er bara með tvær hendur og það tekur tíma að gera svona myndir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×