Innlent

Ellilífeyrir og fæðingarorlof mun hækka

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Breytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í gær.
Breytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í gær. vísir/anton brink
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að leggja til breytingar á hámarksgreiðslum til foreldra í fæðingarorlofi og hækkun á lífeyrisgreiðslum til eldri borgara.

Hækkunin til eldri borgara er þrepaskipt en hana verður að finna í breytingartillögu á fyrirliggjandi almannatryggingafrumvarpi.

Um komandi áramót verða bæturnar 280 þúsund krónur en munu hækka í 300 þúsund krónur árið 2018. Þá verður 25 þúsund króna frítekjumark sett á allar tekjur eldri borgara.

Að auki verður hækkun lífeyris­tökualdurs hraðað. Stefnt er að því að eftir tólf ár, í stað 24 ára, verði hann sjötíu ár í stað 67 ára.

Árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna breytinganna er áætlaður um 4,5 milljarðar króna. Kostnaðurinn bætist við þá rúmlega fimm milljarða króna sem voru áætluð kostnaðaráhrif fyrrgreinds frumvarps um almannatryggingar.

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi munu hækka í 500 þúsund krónur úr 370 þúsund krónum en upphæðin var síðast hækkuð 1. janúar 2014. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi um miðjan mánuðinn og hækki greiðslur til foreldra frá og með 15. október.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×