Erlent

Elliglöp af útblæstri bíla

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Þung umferð í borginni Omsk í Rússlandi.
Þung umferð í borginni Omsk í Rússlandi. Nordicphotos/AFP
Rannsókn frá Kanada sýnir að líkurnar á því að fólk fái elliglöp eru meiri ef menn búa nálægt götum með mikilli bílaumferð.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem gerð var á tveimur milljónum íbúa í Ontario-fylki, eru birtar í nýjasta hefti læknatímaritsins The Lancet, en frá þessu er meðal annars skýrt á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Þar er haft eftir doktor Hong Chen, einum höfunda rannsóknarinnar, að enn sé ekkert vitað hvað skýri þessi tengsl. Kanna þurfi betur hvort einhver tiltekin tegund mengunar eða umferðarhávaðinn eigi þátt í að auka elliglöp.

Niðurstöðurnar sýna hins vegar að þeir sem búa í 50 metra fjarlægð frá miklum umferðaræðum séu í sjö prósent meiri hættu á að fá elliglöp en þeir sem búa í 300 metra fjarlægð. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×