Innlent

Ellefu milljarða afgangur á fyrstu níu mánuðunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/GVA
Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar á fyrstu níu mánuðum var jákvæð upp á rúma ellefu milljarða, samkvæmt óendurskoðuðum árshlutareikningi.

Í áætlunum hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á rúma sex milljarða króna. Raunniðurstaðan er því tæplega tvöfalt betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

Rekja má þessa niðurstöðu annars vegar til tekjufærslu matbreytinga fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum og hins vegar til áhrifa fjármagnsgjalda hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×