MÁNUDAGUR 5. DESEMBER NÝJAST 23:57

Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér

FRÉTTIR

Ellefu íslensk mörk í sigri Nice

 
Handbolti
22:43 27. JANÚAR 2016
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. VÍSIR

Nice tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum frönsku deildabikarkeppninnar í handbolta með öruggum sigri aá Nimes, 31-24.

Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Nice í kvöld en Arna Sif Pálsdóttir fjögur en báðar spiluðu þær í rúmar 30 mínútur í kvöld.

Nice var með fjögurra marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 15-11, og hélt svo undirtökunum allt til loka.

Karen skoraði einnig sjö mörk fyrir Nice í leik gegn Issy Paris á dögunum og virðist finna sig vel með franska liðinu um þessar mundir. Nice er í fimmta sæti frönsku deildarinnar sem stendur.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Sport / Handbolti / Ellefu íslensk mörk í sigri Nice
Fara efst