Innlent

Ellefu ára mokar snjó í götunni: Er til betri nágranni á Íslandi?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hinn ellefu ára gamli Kári Pálsson mokar snjó fyrir granna sína og hefur gaman að.
Hinn ellefu ára gamli Kári Pálsson mokar snjó fyrir granna sína og hefur gaman að.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu supu sumir hverjir hveljur þegar þeir drógu frá í morgun. Snjó hafði kyngt niður og ljóst að framundan væri mokstur og sköfun. Íbúar við Vesturvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur búa hins vegar vel að því að eiga hauk í horni. Hinn ellefu ára gamli Kári Pálsson mokar nefnilega snjó fyrir granna sína og hefur gaman að.

Lögfræðingurinn Helga Vala Helgadóttir vakti í morgun athygli á ellefu ára nágranna sínum sem var byrjaður að moka klukkan sjö. Framtaksemi hans er alls ekki bundin við veturinn því á sumrin er algeng sjón að sjá piltinn sópa göturnar, slá grasið eða tína rusl. Spyr Helga Vala borgarstjóra hvort ekki sé kominn tími á að sæma Kára borgarorðu.

Helga Vala birti myndband af hinum efnilega Kára á Facebook-síðu sinni í morgun og eins og sjá má kippir grunnskólaneminn sér lítið upp við athyglina. Hann hlustar á FM 957 og heldur áfram að gleðja granna sína.

Áttu góðan nágranna sem fær þig til að brosa og bætir lífið? Láttu okkur vita á ritstjorn@visir.is.

Hann Kári Pálsson er 11 ára. Hann er algjörlega magnaður gaur. Á sumrin sópar hann og slær, á veturna mokar hann snjó. Þ...

Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, November 26, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×