Lífið

Ellefu ár frá andláti föður Kardashian-systranna

Lilja Katrín gunnarsdóttir skrifar
Robert ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Kris Jenner, og börnunum þeirra fjórum.
Robert ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Kris Jenner, og börnunum þeirra fjórum.
Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Robert Kardashian lést þann 30. september árið 2003, fyrir sléttum ellefu árum síðan.

Robert er hvað þekktastur fyrir að hafa varið góðvin sinn, O. J. Simpson þegar hann var sakaður um að hafa myrt fyrrverandi ástkonu sína, Nicole Brown Simpson og kærasta hennar, Ronald Goldman árið 1995.

Robert kvæntist Kris Houghton, sem er betur þekkt sem Kris Jenner í dag, árið 1978 en þau skildu árið 1991. Þau eignuðust fjögur börn saman: Kourtney, Kim, Khloé og Rob Kardashian en öll fjögur öðluðust heimsfræg eftir andlát Roberts, og er það þáttum þeirra á sjónvarpsstöðinni E! að þakka. 

Eftir að Robert og Kris skildu trúlofaðist hann Denice Shakarian Halicki í stuttan tíma en árið 1998 kvæntist hann Jan Ashley. Þau skildu ári síðar. Lögfræðingurinn kvæntist Ellen Pierson sex vikum áður en hann lést úr krabbameini í vélinda, aðeins 59 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×