Innlent

Éljagangur og snjóþekja víða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði, í Þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi.
Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði, í Þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi. Vísir/Anton Brink
Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði, í Þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þæfingsfærð er á Mosfells- og Lyngdalsheiði sem og á flestum sveitavegum. Þungfært er í uppsveitum Árnessýslu.

Snjóþekja og éljagangur er á velflestum vegum á Vesturlandi. Unnið er að hreinsun.

Snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum og sumstaðar él eða snjókoma. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiðinni en snjóþekja er á Þröskuldum og Kleifaheiði. Þæfingsfærð með snjókomu er á Mikladal, Klettshálsi og Hjallahálsi. Unnið er að hreinsun víða.

Á Norðurlandi er víða hálka og snjóþekja. Þæfingsfærð og hálka með éljagangi er í Skagafriðinum. Hálka og éljagangur á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Hálka er frá Akureyri og norður að Reykjahlíð.

Á Norðausturlandi er þungfært á Jökuldal. Snjóþekja er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum sem og Biskupshálsi. Hálka er á Hófaskarði. Snjóþekja er á Fagradal og á Vatnsskarði eystra.

Snjóþekja og hálka er á vegum á Austur- og Suðausturlandi en unnið er að hreinsun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×