Elísabet og Ţorbergur Ingi langhlauparar ársins 2015

 
Sport
07:45 09. FEBRÚAR 2016
Elísabet og Ţorbergur Ingi, langhlauparar ársins 2015.
Elísabet og Ţorbergur Ingi, langhlauparar ársins 2015. MYND/HLAUP.IS
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Þorbergur Ingi Jónsson og Elísabet Margeirsdóttir voru valin langhlauparar ársins 2015 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is.

Verðlaunin voru afhent í sjöunda skipti í fyrradag, sunnudaginn 7. febrúar, en verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki.

Í öðru sæti urðu Kári Steinn Karlsson og Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í því þriðja þau Stefán Guðmundsson og Sigurbjörg Eðvarðsdóttir.

Fjöldi tilnefninga barst frá lesendum hlaup.is en nöfn 28 hlaupara bárust að þessu sinni. Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki annars vegar og kvennaflokki hins vegar.

Fossvogshlaupið var valið götuhlaup ársins og Mt. Esja Ultra utanvegahlaup ársins. Rétt eins og með valið á langhlaupurum ársins þá voru það lesendur hlaup.is sem völdu hlaup ársins með einkunnagjöfum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Elísabet og Ţorbergur Ingi langhlauparar ársins 2015
Fara efst