Erlent

Elísabet II: „Takk fyrir að láta mér finnast ég svo gömul“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Trudeau, Elísabet II og Karl Bretaprins.
Trudeau, Elísabet II og Karl Bretaprins. vísir/getty

Í gær hófst leiðtogaráðstefna breska samveldisins en þar koma saman þau 53 ríki sem mynda samveldið auk landa sem áður voru nýlendur Bretlands. Ráðstefnan stendur fram á sunnudag.  

Ráðstefnan hófst með kvöldverði þjóðarleiðtoganna og þar virtist fara afar vel á með Elísabetu II drottningu og nýjum forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau. Faðir Justin, Pierre, var forsætisráðherra Kanada nær samfleytt frá 1968 til 1984.

Trudeau yngri minntist fjölmargra heimsókna drottningarinnar til lands síns og gantaðist með að hún hefði séð meira af Kanada en flestir íbúar landsins. Drottningin svaraði með því að þakka forsætisráðherranum fyrir að „láta sér líða svo aldraðri“.

Fundurinn fer fram í Valletta, höfuðborg Möltu, en þar bjó drottningin árin 1949-51 meðan eiginmaður hennar, Filip prins, sinnti herskyldu í sjóhernum.


Tengdar fréttir

Trudau hættir loftárásum á ISIS

Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi.

„Það er árið 2015“

Einfalt svar Justin Trudeau við því afhverju konur skipa helming ráðherraembætta nýrrar ríkisstjórnar Kanada hefur vakið athygli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×