Viðskipti innlent

Elín ráðin framkvæmdastjóri VÍB

Haraldur Guðmundsson skrifar
Elín tekur við starfi framkvæmdastjóra VÍB af Stefáni Sigurðssyni sem nýlega var ráðinn forstjóri Vodafone.
Elín tekur við starfi framkvæmdastjóra VÍB af Stefáni Sigurðssyni sem nýlega var ráðinn forstjóri Vodafone.
Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Hún tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn Íslandsbanka.

Elín er lögfræðingur að mennt með cand. jur próf frá Háskóla Íslands og LL.M. gráðu frá Duke-háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Starfsferill Elínar er rakinn í fréttatilkynningu Íslandsbanka um ráðninguna. Þar segir að hún hafi verið stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar frá því 2012, forstjóri Bankasýslunnar frá 2009 til 2011 og framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Arev frá 2005 til 2009. Einnig hefur starfaði hún sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu frá 2001 til 2005. Þar áður starfaði hún m.a. við lagadeild Duke háskóla, hjá Oz hugbúnaðarfyrirtæki og Héraðsdómi Reykjavíkur.

„Elín hefur setið stjórnum allnokkurra fyrirtækja auk Tryggingarmiðstöðvarinnar og má þar nefna, Icelandair, Promens, Reginn og Eyrir Invest. Hún er gift Magnúsi Gottfreðssyni lækni og eiga þau tvö börn," segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×