Fótbolti

Elías Már á leið frá Vålerenga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elías Már er lykilmaður í U-21 árs landsliðinu.
Elías Már er lykilmaður í U-21 árs landsliðinu. vísir/stefán
Elías Már Ómarsson gæti verið á leið frá Vålrenga í Noregi en þetta fullyrðir Dagsavisen í dag. Elías Már er 21 árs Keflvíkingur sem fór til Noregs í byrjun árs í fyrra.

Elías Már hefur ekki spilað í deildinni síðan um miðjan júlí en hann hefur alls skorað tvö mörk í þrettán leikjum til þessa á tímabilinu. Fimm sinnum hefur hann verið byrjunarliðsmaður í deildinni.

Samkvæmt fréttinni vill félagið lána Elías Már annað svo hann fái tækifæri til að spila meira en fullyrt er einnig að hann sé til sölu fyrir rétta upphæð.

Vålerenga keypti sóknarmanninn Henrik Kjelsrud Johansen í síðasta mánuði og hefur samkeppnin meðal framherjanna harðnað eftir það.

Samkvæmt Dagsavisen hefur B-deildarliðið KFUM í Ósló áhuga á að fá Elías Má í sínar raðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×