Enski boltinn

Elia til Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elia (t.v.) á ferðinni í leik Werder Bremen og Schalke 04.
Elia (t.v.) á ferðinni í leik Werder Bremen og Schalke 04. vísir/afp
Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur fengið hollenska kantmanninn Eljero Elia á láni út tímabilið.

Elia, sem er 27 ára, kemur frá Werder Bremen þar sem hann hefur verið frá árinu 2012. Hann spilaði níu leiki með þýska liðinu á tímabilinu, en Bremen er í 16. og þriðja neðsta sæti Bundesligunnar.

Landi hans, Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, þarf á liðsstyrk að halda framarlega á vellinum, en Jay Rodriguez verður lengur frá vegna meiðsla en áætlað var, auk þess sem Senegalinn Sadio Mane er á leið í Afríkukeppnina í janúar.

Elia hefur einnig leikið með ADO Den Haag, Twente, Hamburger SV og Juventus á ferlinum. Þá á hann 27 leiki að baki með hollenska landsliðinu. Elia kom m.a. inn á sem varamaður í úrslitaleik Hollands og Spánar á HM 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×