Erlent

Elgur stöðvaði flugumferð

Atli Ísleifsson skrifar
Elgurinn ráfaði um á flugbrautunum í dágóða stund. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Elgurinn ráfaði um á flugbrautunum í dágóða stund. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Allt flug til og frá Midlanda flugvelli í sænska bænum Sundsvall stöðvaðist í um klukkustund fyrr í kvöld eftir að elgur ráfaði villtur um á flugbrautum vallarins.

Í frétt Dagbladet segir að nokkrar vélar hafi af öryggisástæðum þurft að sveima fyrir ofan flugvöllinn í dágóða stund og þá varð um klukkustunda seinkun á vél sem heitið var frá Sundsvall til Króatíu.

Eftir að tilraunir flugvallarstarfsmanna til að lokka elginn burt mistókust var veiðimaður kallaður til og elgurinn skotinn. Var flugumferðinni í kjölfarið haldið áfram líkt og vanalega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×