Innlent

Eldurinn logaði fyrir hurð íbúðarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. Vísir/Egill
Rannsókn er í fullum gangi vegna bruna í húsi í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning klukkan hálf fjögur í nótt um að eldur logaði við hús í bænum. Eldurinn logaði við hurð íbúðarinnar.

Það var leigubílstjóri sem varð eldsins var. Hann bankaði strax upp á til að vekja fjölskylduna og fór svo í næsta hús til nágranna fólksins til að fá upplýsingar um húsnúmer fyrir slökkviliðið. Nágranni fjölskyldunnar hjálpaði við að koma börnunum út úr húsinu. Hvorki börnin né faðir þeirra sakaði.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Börnum bjargað út um glugga

Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×