Innlent

Eldur kviknaði í Menntaskólanum við Sund

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/ólafur chelbat
Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um klukkan ellefu í kvöld eftir að tilkynning barst um eldsvoða í Menntaskólanum við Sund. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu mikill eldurinn er, né hver upptök hans voru.

Uppfært klukkan 23.20

Um minniháttar eld var að ræða. Kveikt hafði verið í þakpappa á nýbyggingu skólans sem myndaði mikinn reyk. Slökkvilið hefur lokið störfum sínum á vettvangi. 

Ákveðið var að byggja við skólann árið 2012 og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki síðar á þessu ári. Viðbyggingin er um 2.800 fermetrar brúttó. Skólinn hefur búið við þröngan húsakost og taldi borgin framkvæmdirnar því brýnar, í ljósi aukins nemendafjölda. 

mynd/tómas þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×