Innlent

Eldur í Tæknigarði Háskólans

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Eldur kom upp í rannóknastofu á annarri hæð Tæknigarðs Háskóla Íslands í nótt. Allar stöðvar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út og voru eldfim efni á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk þó greiðlega að slökkva eldinn og var byggingin mannlaus.

Um tuttugu mínútur tók að ráða niðurlogum eldsins og var því lokið um klukkan fimm. Reykræstingu lauk um klukkan sex. Eldurinn var bundinn við eitt herbergi. Þá tók reykræsting við og hefur vettvangur brunans verið afhentur lögreglu.

Tilkynningin barst frá Securitast 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×