Erlent

Eldur í Kaupmannahöfn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þak gamla tónlistarskólans stendur í ljósum logum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Þak gamla tónlistarskólans stendur í ljósum logum. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Getty Images
Þak gamla tónlistarskólans í Kaupmannahöfn stendur nú í ljósum logum og mikinn reyk leggur frá húsinu. Eldurinn kom upp í nótt en óljóst er hver upptök hans voru.

Íbúar í nærliggjandi götum hafa verið beðnir um að halda sig innandyra með glugga lokaða og að slökkva á loftræstikerfum.

Slökkvilið vinnur nú að niðurlögum eldsins en það gæti tekið langan tíma. Samkvæmt lögreglunni í Kaupmannahöfn hefur verið unnið að lagfæringum á húsinu undanfarið. Eldurinn kom upp um klukkan 4.30 í morgun að dönskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×