Innlent

Eldur í íbúðarhúsi í Hlíðunum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir / Vilhelm
Rétt fyrir klukkan sjö í kvöld var tilkynnt um reyk í ljósi á stigagangi í fjölbýlishúsi við Grænuhlíð í Reykjavík. Eftir að slökkvilið hafði komið á staðinn og fór að skoða ljósastæðið kom í ljós að eldur var í millilofti við þak hússins.

Rífa þurfti niður úr loftinu í stigaganginum og ofan af þaki hússins til að komast að eldinum. Um 40 mínútur tók að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Enginn eldur barst í íbúðir og var hann bundinn við þak hússins. Reykjarlykt er þó í tveimur íbúðum af sex í húsinu. Enginn slys urðu á fólki vegna eldsins. Íbúar hússins tilkynntu sjálfir um reykinn.

Slökkviliðið er enn á staðnum til að ganga frá og tryggja að eldurinn komi ekki upp aftur.

Uppfært klukkan 20.46.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×