Innlent

Kona og barn flúðu þegar reykskynjari fór í gang

Brjánn Jónasson skrifar
Vísir/Brjánn
Engan sakaði þegar eldur varð laus í íbúðarhúsi á Patreksfirði á níunda tímanum í kvöld. Kona og barn sem voru í húsinu urðu eldsins vör þegar reykskynjari fór í gang og náðu að koma sér út úr húsinu og hringja á Neyðarlínuna.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og Tálknafirði, segir að húsið hafi verið talið mannlaust þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Hann sendi strax reykkafara inn í húsið til að tryggja að svo væri, og til að staðsetja eldinn.

„Það gekk hratt að slökkva, enda vorum við fljótir á staðinn,“ segir Davíð. Húsið er timburhús, og skemmdist það mikið af völdum elds og reyks. Davíð sagði óvíst hver eldsupptök hafi verið.

Vísir/Brjánn
Vísir/Brjánn
Vísir/Brjánn
Vísir/Brjánn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×