FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ NÝJAST 10:15

Safnar fyrir útgáfu á vínylplötu

LÍFIĐ

Eldur í húsi viđ Vesturgötu

 
Innlent
08:06 23. FEBRÚAR 2016

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Vesturgötu um klukkan átta í morgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út en samkvæmt upplýsingum fá varðstofu eru reykkafarar nú á leið inn í húsið.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Þetta er annað útkallið sem slökkviliðið fær í morgun. Hið fyrra um klukkan sex þegar eldur kom upp í húsi við Kleppsveg. Reykræstingu þar er lokið og er málið nú í rannsókn lögreglu.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhverja hafi sakað í eldsvoðunum.

Uppfært kl 8.38:
Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í íbúð í kjallara hússins. Samkvæmt upplýsingum frá íbúa var mikill reykur um allt hús og íbúar forðuðu sér út skelfingu lostnir.


Frá Vesturgötunni í morgun.
Frá Vesturgötunni í morgun. VÍSIR/SIGURJÓN ÓLASON


Frá Kleppsvegi í morgun.
Frá Kleppsvegi í morgun. VÍSIR/SIGURJÓN ÓLASON


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Eldur í húsi viđ Vesturgötu
Fara efst