Innlent

Eldur í einbýlishúsi á Borg í Grímsnesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sundlaug er á Borg í Grímsnesi og þar hefur lengi verið starfrækt verslun sem er var lokað á dögunum.
Sundlaug er á Borg í Grímsnesi og þar hefur lengi verið starfrækt verslun sem er var lokað á dögunum. Kort/Loftmyndir.is
Slökkviliðsmenn úr Árnessýslu voru kallaðir út að Borg í Grímsnesi á fimmta tímanum í dag þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi í íbúðahverfinu við verslunina og sundlaugina.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, staðfesti í samtali við Vísi að hans menn væru við vinnu á staðnum. Sú vinna var nýhafin um korter í fimm. Enginn væri inni í húsinu en þar væri töluverður reykur.

Sjónarvottur á staðnum sá tvo slökkviliðsbíla, þrjá lögreglubíla auk sjúkrabíls mæta á vettvang.

Uppfært 17:50:

Slökkvistarfi er lokið og er búið að afhenda lögreglu vettvang. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri segir að ekki sé vitað um upptök eldsins að svo stöddu, en ljóst sé að þau hafi verið í svefnherbergi. Tjón er talsvert innanhúss en slökkviliði tókst með starfi sínu að afstýra frekara tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×