Innlent

Eldur í bruggverksmiðju Seguls á Siglufirði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rétt fyrir klukkan 18 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að eldur væri í bruggverksmiðju á Vetrarbraut á Siglufirði.
Rétt fyrir klukkan 18 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að eldur væri í bruggverksmiðju á Vetrarbraut á Siglufirði. Mynd/Lögreglan
Rétt fyrir klukkan 18 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að eldur væri í bruggverksmiðju á Vetrarbraut á Siglufirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Slökkvilið og lögregla eru á vettvangi en mikill svartur reykur kemur frá húsnæðinu. Slökkvistarf er í gangi og hvetja viðbragðaðilar fólk til að halda sig frá vettvangi. Vindátt er hagstæð eins og er en íbúar nærliggjandi húsa á Siglufirði eru hvattir til þess að loka gluggum og slíku vegna reyksins.

Björgunarsveitir í Fjallabyggð hafa verið ræstar út til aðstoðar ef vindátt breytist.

Uppfært 19:42:

Ennþá er mikill reykur sem kemur frá verksmiðjunni á Siglufirði. Vindátt er ennþá hagstæð og slökkviliðið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins. 

Íbúar á Siglufirði eru hvattir til að hafa glugga og slíkt lokað áfram og fara ekki nærri vettvangi því slíkt truflar störf viðbragðsaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×