Innlent

Eldsvoði í Grindavík í nótt

Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mikið tjón varð í eldsvoða í Grindavík í nótt þegar eldur  kviknaði í fiskvinnsluhúsi Stakkavíkur á hafnarsvæðinu á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Slökkviliðið í Grindavík ásamt aðstoðarmönnum frá Brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitum Landsbjargar börðust við eldinn utanfrá, þar sem húsið er byggt úr strengjasteypu, sem getur verið stórhættuleg ef hún hitnar mikið.

Slökkviliðsmenn rufu meðal annars þakið til að komast að eldinum og náðu að verja hluta hússins og stóð slökkvistarfið lengi nætur. Engan sakaði þrátt fyrir hættulegar aðstæður. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar nú málið.

Meðfylgjandi myndir tók Jóhann Jóhannsson.

Vísir/Jóhann K. Jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×