Viðskipti erlent

Eldsvoði hjá fyrirtækinu sem framleiddi rafhlöður Samsung Galaxy Note 7

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Illa farið eintak af Samsung Galaxy Note 7
Illa farið eintak af Samsung Galaxy Note 7 Nordicphotos/AFP
Eldur kviknaði á geymslusvæði Samsung SDI, fyrirtækis sem framleiddi meðal annars rafhlöður fyrir Samung Galaxy Note 7 símana alræmdu sem teknir voru af markaði vegna eldhættu. Bloomberg greinir frá.

Talsmaður fyrirtækisins segir að eldsvoðinn hafi verið „minniháttar“ og kviknað á geymslusvæði, fremur en í verskmiðju fyrirtækisins sem framleiðir rafhlöður fyrir kóreska tæknirisann Samsung.

Fyrirtækið var annað tveggja sem framleiddi rafhlöður fyrir Galaxy Note 7. Opinber rannsókn Samsung hefur leitt í ljós að galli í hönnun og framleiðslu á rafhlöðum símans hafi gert það að verkum að símarnir gátu ofhitnað og skapað eldhættu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×