Innlent

Eldsvoði á Smiðjuvegi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Eldurinn kom upp í verslunarkjarna við Smiðjuveg.
Eldurinn kom upp í verslunarkjarna við Smiðjuveg. Vísir/vilhelm
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á öðrum tímanum í nótt vegna eldsvoða í verslunarhúsnæði við Smiðjuveg 2 í Kópavogi. Um talsverðan eld virðist hafa verið að ræða því mikinn reyk frá húsinu eins og sjá má í myndbandinu að neðan.

Slökkviliðsmenn þurftu að brjóta sér leið inn í húsið og er talsverður viðbúnaður á svæðinu, en bæði lögregla og slökkvilið voru kölluð út. Nokkrar verslanir eru í kjarnanun og má þar meðal annars nefna Bónus, Apótekarann og Rúmgott.

Eldurinn virtist eiga upptök sín annaðhvort í versluninni Rúmgott eða Bingó þar við hliðina. Eldur var aldrei sýnilegur að utanverðu að sögn blaðamanns Vísis á vettvangi.

Íbúðir eru aftan við verslunarkjarnann og þurftu alls átta manns að yfirgefa heimili sín. Engan sakaði, að sögn slökkviliðsins. Gert er ráð fyrir að slökkvistarf muni taka nokkurn tíma. 

Frétt uppfærð kl. 02.40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×