Enski boltinn

Eldri leikmenn Leicester voru óánægðir með Ranieri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ranieri á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem stjóri Leicester City.
Ranieri á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem stjóri Leicester City. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá kvörtuðu eldri leikmenn Leicester yfir stjóranum, Claudio Ranieri, við eiganda félagsins.

Samkvæmt fréttinni gerðu þeir það eftir tapið gegn Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni en Leicester tapaði 2-1 og á því góðan möguleika á því að komast í átta liða úrslit keppninnar.

Leikmennirnir settust niður með eigandanum í gærmorgun en það var eigandinn sem boðaði til fundarins. Þar sögðu leikmennirnir að sambandið á milli Ranieri og annarra þjálfara, sem og leikmanna, væri ekki lengur gott.

Um kvöldið var síðan búið að reka ítalska stjórann frá félaginu. Níu mánuðum eftir að hann gerði liðið að Englandsmeisturum.


Tengdar fréttir

Ranieri rekinn

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Leicester City sé búið að reka knattspyrnustjórann Claudio Ranieri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×