ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 19:09

"Ekki eins hrćđilegt og ég hélt“

SPORT

Eldri borgari grunađur um ađ hafa rćnt Kim Kardashian

 
Erlent
15:42 11. JANÚAR 2017
Rániđ vakti mikla athygli á sínum tíma.
Rániđ vakti mikla athygli á sínum tíma. VÍSIR/GETTY

72 ára gamall maður er í haldi lögreglu í Frakklandi grunaður um að vera einn þeirra fimm ræninga sem létu greipar sópa um híbýli raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian á síðasta ári. AFP greinir frá.

Maðurinn, þekktur sem Pierre B. var einn þeirra sautján einstaklinga sem handtekinn var í vikunni í tengslum við rannsókn málsins. Pierre er góðkunningi lögreglunnar og var meðal annars handtekinn vegna fíkniefnasmygls árið 2006.

Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að hann hafi verið einn fimmenninganna sem ógnuðu Kardashian með byssu, bundu hana og kefluðu og stálu skartgripum að andvirði tíu milljóna evra virði áður en að þeir komust burt á reiðhjólum.

Að sögn lögreglu eru ræningjarnir fimm auk mannsins sem skipulagði ránið allir í haldi lögreglu þar með talið sextugur maður sem talinn er vera einn þeirra fimmenninga sem brutust inn.

Þremur af þeim sautján sem handteknir voru í vikunni hefur verið sleppt, þar með talið bílstjóri Kardashian. Bróðir hans, sem einnig var handtekinn, er þó enn í haldi, grunaður um að hafa látið ræningjana vita að lífvörður Kardashian væri ekki við auk upplýsinga um aðsetur Kardashian-fjölskyldunnar í París.

DNA-rannsókn af vettvangi glæpsins leiddi lögreglu á rétta slóð en meðal þeirra sem handteknir voru eru þrjár konur, þar af ein 65 ára gömul.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Eldri borgari grunađur um ađ hafa rćnt Kim Kardashian
Fara efst