Erlent

Eldingu laust niður í Empire State bygginguna

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndband náðist í gær þegar eldingu laust niður í Empire State bygginguna í New York. Heitt var í veðri í borginni og skall mikil rigning og mikill vindur á á skömmum tíma. Rigningin var svo mikil að víða flæddi um borgina og tré rifnuðu upp með rótum svo stöðva þurfti lestar.

Ljósmyndarinn Henrik Moltke virðist þó hafa séð leik á borði og stillti upp myndavél við Empire State bygginguna. 102 hæða byggingin verður reglulega fyrir eldingum eða um 23 sinnum á ári samkvæmt Independent, en afar sjaldgæft er að þær náist á mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×