Erlent

Eldingar úr geimnum - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfir Norður-Afríku.
Yfir Norður-Afríku.
Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jaðar á skömmum tíma. Hann birti í dag ótrúlegt myndband af eldingum yfir Norður-Afríku, Tyrklandi og Rússlandi.

Myndbandið er tekið úr Alþjóðlegu geimstöðinni. Peake kom til geiðmstöðvarinnar þann 15. desember síðastliðin og er fyrstur Breta til að vinna um borð í geimstöðinni.

Geimfararnir um borð í geimstöðinni eru mjög duglegir við að taka myndir af jörðinni og birta á samfélagsmiðlum. Hægt er að sjá hverjir eru um borð á heimasíðu NASA, en þaðan er hægt að finna þá á samfélagsmiðlum.

Þar að auki má finna margar myndir og myndbönd á Twittersíðu geimstöðvarinnar.

Einnig má sjá útsendingu frá myndavélum utan á geimstöðinni. Útsendingin er þó oft niðri og þar sem geimstöðin fer hringinn í kringum jörðina á um einum og hálfum klukkutíma, er hún oft umvafinn myrkri.

Hér að neðan má svo sjá hvar geimstöðin er stödd.


Tengdar fréttir

Vel heppnað geimskot

Þrír geimfarar eru nú á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Hvernig fara geimfarar í sturtu?

Geimfarinn Samantha Cristforetti sendi í gær frá sér myndband þar sem hún sýnir áhugasömum hvernig geimfarar halda sér hreinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×