Erlent

Elding olli vandræðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Stansted-flugvelli í Lundúnum.
Frá Stansted-flugvelli í Lundúnum. Vísir/epa
Seinkun varð á fjölda flugferða frá Stansted-flugvelli í gær eftir að eldingu laust niður í eldsneytisdælu. Ekki var hægt að fylla vélar af eldsneyti. Flugi rúmlega 200 véla var seinkað, 31 brottför var aflýst og átján vélar gátu ekki lent.

Mikið þrumuveður var í Bretlandi í gær og laust 60 þúsund eldingum niður á sólarhring, samkvæmt bresku veðurstofunni. Talsmaður Stanstead-flugvallar staðfesti fréttirnar.

Við biðjumst afsökunar á óþægindunum og ráðleggjum öllum farþegum að hafa samband við flugfélag sitt til að fá upplýsingar um flugferðir, sagði í yfirlýsingu á Twitter.

Flugvélum sem ekki var hægt að lenda á Stansted var lent á nálægum völlum, meðal annars Birmingham og East Midlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×