Menning

Eldheimar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands

Bjarki Ármannsson skrifar
Margrét Kristín Gunnarsdóttir, Axel Hallkell Jóhannesson, Hringur Hafsteinsson og Lilja Kristín Ólafsdóttir taka við verðlaununum fyrir hönd Eldheima.
Margrét Kristín Gunnarsdóttir, Axel Hallkell Jóhannesson, Hringur Hafsteinsson og Lilja Kristín Ólafsdóttir taka við verðlaununum fyrir hönd Eldheima. Vísir/Ernir
Gosminjasýningin Eldheimar í Vestmannaeyjum hlaut Hönnunarverðlaun Íslands árið 2015 sem veitt voru á Kjarvalsstöðum í dag. Sýningunni er ætlað að miðla fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.

„Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti,” segir í rökstuðningi dómnefndar.

„Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.”



Þá hlaut stoðtækjaframleiðandinn Össur verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í annað sinn í dag en verðlaunin fyrir bestu fjárfestinguna í fyrsta sinn.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kjarvalsstöðum og þar sem hann tók myndir af verðlaunahöfum og öðrum gestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×