Innlent

Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens

Kristján Már Unnarsson skrifar
Mount St. Helens, Vesúvíus og Holuhraun.
Mount St. Helens, Vesúvíus og Holuhraun.
Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. Að sögn vefsíðunnar Volcano Discovery telst það nú af stærðinni 5, samkvæmt mælikvarða bandarísku jarðfræðistofnunarinnar, en slík gos eru sjaldgæf og verða jafnaði einu sinni eða sjaldnar á hverjum áratug á jörðinni. 

Click here for an English version.

Eldstöðin við Dyngjujökul er þar með komin í flokk með nokkrum af frægustu eldgosum mannkynssögunnar, eins og gosinu í Vesúvíusi á Ítalíu árið 79 eftir Krist, sem eyddi borginni Pompei, og stórgosinu í St. Helens í Washington-ríki í Bandaríkjunum árð 1980, sem kostaði 57 manns lífið. 

Stærðarflokkunin miðar við rúmmál gosefna sem eldgosið sendir frá sér. Í næsta flokki fyrir ofan, flokki sex, eru meðal annars Krakatoa-gosið árið 1883 og Pinatubo-gosið árið 1991. Í flokki sjö, þeim næstefsta, er Tambora-gosið árið 1815. Mannkynið hefur hins vegar ekki ennþá orðið vitni að gosi í áttunda og efsta flokki, en þar er meðal annars gos sem talið er hafa orðið í Yellowstone fyrir 640 þúsund árum. 

Í næsta flokki fyrir neðan, flokki fjögur, er meðal annars eldgosi í Eyjafjallajökli árið 2010.

Click here for volcano news in English.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×