Erlent

Eldgos ógnar innblæstri Darwins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ein af fyrstu myndunum sem náðust af gosinu. Hraunelfan úr fjallinu sést bersýnilega fyrir miðri mynd.
Ein af fyrstu myndunum sem náðust af gosinu. Hraunelfan úr fjallinu sést bersýnilega fyrir miðri mynd. MYND/TWITTER

Eldfjallið Wolf í Galapagos-eyjaklasanum tók að gjósa af miklum krafti í dag í fyrsta sinn í 33 ár. Gosið er talið stefna viðkvæmu lífríki eyjanna í mikla hættu en lífríkið var Charles Darwin innblástur þegar hann vann að þróunarkenningu sinni um miðja nítjándu öld.



Þjóðlenduráð Ekvador segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að hið 1.7 kílómetra háa eldfjall hafi tekið að spúa eldi, reyk og hrauni skömmu fyrir hádegi að ekvadorskum tíma en fjallið liggur á norðurströnd eyjunnar Isabela sem er sú stærsta í eyjaklasanum.



Fjallið liggur í um 115 kílómetra fjarlægð frá næsta þéttbýli, borginni Purto Villamil, og talið er að gosið mun ekki hafa mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn á svæðinu.



Yfirvöld hafa lýst því yfir að hraunið sem vellur úr fjallinu til suðvesturs muni þó ekki koma til með að hafa áhrif á stofn hinnar bleiku ígúana-eðlu sem er í útrýmingarhættu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×