Erlent

Eldgos í Japan

Bjarki Ármannsson skrifar
Gosið er tilkomumikið en mun sennilega ekki valda miklu tjóni.
Gosið er tilkomumikið en mun sennilega ekki valda miklu tjóni. Vísir/AP
Eldgos varð í eldfjallinu Sakurajima í suðurhluta Japans nú í morgun. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki, að því er greint er frá á vef Guardian.

Eldgosið hófst nú um klukkan tíu á íslenskum tíma. Líkt og sést á myndskeiðum af gosinu spýtist nú glóandi hraun hátt í loftið.

Japanskir fréttamiðlar segja að ekki sé von á því að eldgosið hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Gosið þyki ekki stórt miðað við önnur gos í Sakurajima, sem síðast gaus í september.

Rúmlega hundrað eldgos er að finna í og við Japan. 57 manns fórust í gosi í eldfjallinu Ontake árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×